Efnileg íþróttakona á ferðinni

Helga Haraldsdóttir Mynd:Húnavallaskóli

Helga  Haraldsdóttir nemandi í Húnavallaskóla náði lágmarki í skólaþríþraut FRI 2009, til að komast í 16 stúlkna úrslit fyrir 6. bekkinga á  landsvísu.

 

 

Helga fór ásamt Milan íþróttakennara til Reykjavíkur til að keppa 21. maí s.l. í Laugardalshöll og  stóð hún sig vel og náði 14.- 15. sæti í hástökki, 6. sæti í kúluvarpi og 14. sæti 200 m. hlaupi. Ástæða er til að óska Helgu til hamingju með árangurinn og greinilegt að þarna er efnileg íþróttakona á ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir