Dýrkeyptur morgunmatur

Nú er æðarvarp á Illugastöðum í Húnaþingi byrjað og fyrsta eggið fannst 2. maí s.l. Það er töluverð ásókn af vargi Svartbak, Hrafni og tófu í varpið.

Á Húnaþingsbloggi segir að tófan hefu verið að komast í varpið og hefur þá komið heim undir bæ, á laugardaginn sást til hennar fara í varpið en þá snéri hún á heimilisfólkið.

-Aðfaranótt sunnudags var fylgst betur með, um fimmleitið vakna ég, helli uppá kaffi hleypi, Spora út fer að athuga með kaffið er litið út um eldhúsgluggann er þá ekki grár refur að  skokka austan við bæinn  ca 100 metra og stefnir á Kirkjutangann og hverfur. Ég fer út um kjallarann, það er enga tófu að sjá ég svo ég labba að gamla bænum. Fuglinn sem var uppá bakkanum er allur komin á sjóinn trúlega hefur tófan stokkið yfir girðinguna.

Eftir dágóða stund sé ég hvar hún kemur til baka með egg og fer mikinn. Þetta var hennar síðasta ferð, segir bloggarinn á Húnaþingsblogginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir