Dagur um náttúrufar Húnavatnssýslna
Fræðsludagur um náttúrufar Húnavatnssýslna verður haldinn á Gauksmýri á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands laugardaginn 10. apríl næstkomandi.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri Húnaþings vestra mun setja fræðsludaginn og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun að því loknu flytja gestum ávarp. Í kjölfarið hefst fyrirlestraröð sem mun standa yfir daginn. Þar verður komið víða við á ýmsum sviðum er lúta að náttúrufari Húnvatnssýslna.
Fyrirlestrar verða stuttir (15 mín. hver) og verður kaffisopinn aldrei langt undan.
Fyrirlestrar verða haldnir að Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra. Að fyrirlestrahaldi loknu verður boðið upp á veitingar í boði Selaseturs Íslands og Náttúrustofu Norðurlands vestra í húsnæði Selaseturs Íslands Brekkugötu 2, Hvammstanga og fimm ára afmælis Selasetursins og 10 ára afmæli Náttúrustofu Norðurlands vestra verður fagnað (aðeins fyrir ráðstefnugesti).
Formleg dagskrá fræðsludagsins hefst kl. 9:30 og lýkur kl. 17:00
Athugið að þátttakendum verður boðið upp á súpu í matarhléi þeim að kostnaðarlausu. Við viljum biðja þá sem það vilja þiggja að senda tilkynningu á netfangið steini@nnv.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringja í síma 453-7999 fyrir miðvikudagskvöldið 7. apríl næstkomandi.
Viðburðinn styrkja sveitarfélög í Húnavatnssýslum, SSNV, Vörumiðlun, Léttitækni, Sláturhús SKVH og Vaxtarsamningur Norðurlands vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.