Dagur leikskólans í gær - Eldra stig Ársala söng í Skagfirðingabúð
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
07.02.2018
kl. 11.13
Mynd: Það var margt um manninn í Skagfirðingabúð í gær þegar stór hópur leikskólabarna söng fyrir viðstadda, sem voru fjölmargir. Mynd: PF
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í gær, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Af þessu tilefni mættu börnin á eldra stigi Ársala á Sauðárkróki í Skagfirðingabúð og sungu fyrir viðstadda. Mikil stemning var í hópnum og sungið af mikilli innlifun. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum skemmtilega konsert.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.