Dagur barnsins á Sunnudaginn
Dagur barnsins verður haldinn hátíðlegur á Íslandi sunnudaginn 24.maí næstkomandi en kjörorð dagsins eru Gleði og samvera. Af þessu ágæta tilefni býður Sveitarfélagið Skagafjörður öllum fullorðnum frítt í sund á sunnudaginn komi þeir í fylgd barna.
Þá gefst fólki kostur á að eiga saman notalega stund í Húsi frítímans frá kl. 15-17 en þar verður opið hús og hægt að spila billjard, borðtennis svo eitthvað sé nefnt.
Þá minnir sveitarfélagið fólk á að nýta sér hin fjölmörgu útivistarsvæði í firðinum fagra eins og sparkvelli, róluvelli og að sjálfsögðu íþróttaleikvanginn.
Foreldra, ömmur og afa og aðrir þeir sem bera hag barna fyrir brjósti eru hvattir til að eyða deginum saman og gera hann eftirminnilegan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.