Clapton í Vatnsdalsánni
Veiðimenn sem voru á silungasvæði Vatnsdalsár í síðustu viku ráku augun í kunnuglegt andlit á laxasvæði árinnar. Þar var á ferðinni stórlaxinn og tónlistarmaðurinn Eric Clapton ásamt félögum sínum. Hann hefur veitt á Íslandi síðastliðin ár, yfirleitt haldið sig í Laxá í Ásum en virðist nú hafa fært sig í nágrannaána.
Þetta kemur fram á mbl.is en samkvæmt heimildum þeirra var rólegt yfir veiðimönnum. Þeir fóru seint út á morgnana og veiddu aðeins á þrjár til fjórar af þeim átta stöngum sem Vatnsdalsáin býður upp á. Hópurinn landaði eitthvað á milli 60 og 70 löxum. Engir ofurlaxar náðust á land þótt frést hafi af stórkostlegum bardaga við risalax sem slapp með tilþrifum.
/mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.