Byggðasafnið tekur á móti sumrinu

Undirbúningur fyrir sumaropnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga er í fullum gangi. Þótt sýningar í Glaumbæ og í Minjahúsinu á Sauðárkróki opni ekki með formlegum hætti fyrr en í júní þá er komin vakt á Glaumbæ og margir hópar hafa skoðað Minjahússýningarnar á þessu vori.

Unnið er við að færa móttöku gesta, upplýsingagjöf og safnbúð á milli húsa í Glaumbæ, úr Áshúsi yfir í Gilsstofuna. Við það skapast meira rými fyrir kaffistofugesti og símavakt, upplýsingar, safnbúðargæsla og tölvuskráningar verða á hendi staðarvarða, í Gilsstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir