Byggðakvóti í Skagafirði

Fiskistofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 og 2009/2010 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa i Skagafirði.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í byggðalaginu sbr. auglýsingu nr. 273/2010 og 274/2010  í Stjórnartíðindum. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru allar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir