Brúarframkvæmdir á Hvammstanga
Á næstu dögum munu hefjast framkvæmdir við endurbyggingu brúar yfir Syðri-Hvammsá, Strandgata/Brekkugata á Hvammstanga.
Vegagerðin og Húnaþing vestra biðja íbúa Húnaþings vestra velvirðingar á þeim óþægindum sem af framkvæmd þessari kunna að hljótast. Um tímabundin óþægindi getur verið að ræða. -Við munum kappkosta í samvinnu við verktaka (brúarflokk Vegagerðarinnar) að eiga sem best samskipti við íbúa og aðra vegfarendur. Lokað verður fyrir bílaumferð um brúnna meðan á viðgerð stendur en opið fyrir gangandi vegfarendur. Hluta nærliggjandi gatna verður lokað og umferð beint um hjáleiðir. Kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma, segir í sameiginlegri tilkynningu frá Vegagerðinni og Húnaþingi Vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.