BRENNUM ALLT / Úlfur Úlfur ft. Kött Grá Pje
Króksararnir Helgi Sæmundur og Arnar Freyr í Úlfi Úlfi hafa heldur betur slegið í gegn í sumar með skífu númer tvö sem ber nafnið Tvær plánetur. Lagið að þessu sinni er Brennum allt en því fylgir snilldar myndband.
Á heimasíðu Eymundsson segir um nýju breiðskífuna: Úlfur Úlfur er forvitnileg samsuða af rappi og melódísku poppi með oft á tíðum dökku yfirbragði þótt partýið sé aldrei langt undan. Áhrifavaldarnir koma alls staðar og er þá hvorki spurt um stíl né stefnu. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki og hefur hljómsveitin hlotið mikið lof fyrir textagerð.
Strákarnir mættu á Drangey Music Festival í sumar og slógu í gegn – eignuðust aðdáendur sem höfðu ekki heyrt í þeim áður. Enda stórskemmtilegir.
Áfram Úlfur Úlfur!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.