BRÆÐUR&SYSTUR, MÆÐGIN&FEÐGIN, MÆÐGUR&FEÐGAR

Margt er líkt með skyldum og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, eru málshættir sem koma í hugann ekki bara um páskana heldur alveg fram að Sæluviku. Bæði í höfuðborginni okkar og sjálfri Hollywood taka menn eftir því að leikhúsfólk giftist oft innbyrðis, eignast jafnvel börn sem alast upp við leikhúslíf og vinna svo við það þegar fram líða stundir. 

Hjá Leikfélagi Sauðárkróks gerist þetta líka og svo skemmtilega vill til að um þessar mundir eru bræður og systur, mæðgin og feðgin, mæðgur og feðgar að setja upp söngleikinn Fólkið í blokkinni.  Þau eru reyndar ekki alveg ein því rúmlega 30 manns hamast við að koma verkinu á koppinn undir leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar svo allt verði tilbúið fyrir frumsýningu í Sæluvikunni.

Á þessari hópmynd eru öll pörin nema systurnar, svo nú er bara að rýna vel í myndina og komast að því hverjir eru í hvaða pari.  Þeir sem þykjast einhverju nær geta sent tölvupóst á leikfelagsaudarkroks@simnet.is og gætu hugsanlega átt von á glaðningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir