Bleiki dagurinn er í dag

Bleika slaufan 2024. MYND KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
Bleika slaufan 2024. MYND KRABBAMEINSFÉLAGIÐ

Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Vinir Bleiku slaufunnar eru fyrirtæki sem bjóða fram tilteknar vörur og þjónustu þar sem hluti andvirðisins rennur beint til átaksins. Sum þessara fyrirtækja leggja sig sérstaklega fram um að bjóða vöru og þjónustu í tilefni Bleika dagsins. Skoða Vini Bleiku slaufunnar.

Krabbameinsfélag Skagafjarðar heldur Bleikt boð á Löngumýri í Skagafirði föstudaginn 25. október kl.18:30 þar sem boðið verður uppá súpu, söng og skemmtun úr héraði. 

Að lokum er gaman að benda á að í  fréttatilkynningu sem kom  frá Krabbameinsfélagi Íslands  báðu þau um að fá sendar bleikar myndir af ykkur og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og við munum birta þær á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Við hvetjum ykkur líka til að deila með okkur myndum á Instagram með því að merkja myndirnar með @Bleikaslaufan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir