Bílvelta í Refasveit

Bíll fór út af veginum milli Blönduóss og Skagastrandar um miðnætti í nótt og slasaðist ökumaður talsvert.

Var ökumaður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Borgarspítalans. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og er ökumaður ekki talinn í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir