Axel Kárason með Tindastóli næsta vetur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.07.2009
kl. 16.16
Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að körfuknattleiksmaðurinn Axel Kárason ætli að spila með Iceland Express deildarliði Tindastóls næsta vetur. Um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir TIndastól en Axel lék fimm leiki með liðinu á síðasta tímabili í námsleyfi sínu, en hann stundaði nám í dýralækningum í Ungverjalandi síðasta vetur.
Í fréttinni kemur jafnframt fram að þrír uppaldir Tindastólsstrákar sem komu til liðsins á miðju síðasta tímabili ætli sér að spila með liðinu allt næsta tímabil. Þetta eru þeir Axel, Friðrik Hreinsson og Helgi Freyr Margeirsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.