Atvinnupúlsinn í Skagafirði 3. þáttur
Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði og hafa fallið í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum er rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.
Nú er komið að þriðja þætti en hann er í tveimur hlutum. Rætt er við verkefnastjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, framkvæmdastjóra Iceprotein og Protis, framkvæmdastjóra og starfsmenn Stoð verkfræðistofu, útibússtjóra Arion banka á Sauðárkróki og framkvæmdastjóra Nýprents.
Smellið á myndirnar og þá nálgist þið þættina á N4.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.