Atvinnulífssýningin hafin
Fyrir stundu var Atvinnulífssýningin, Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði, sett með formlegum hætti. Um 80 sýnendur taka þátt og kynna margvíslega starfsemi sem blómstrar í Skgafirði.
Það var Áskell Heiðar Ásgeirsson sem setti sýninguna sem er öll hin glæsilegasta og Snorri Styrkársson formaður atvinnu- og ferðanálanefndar Skagafjarðar og Vilhjálmur Egilsson framkv.stj. ASÍ héldu stutta tölu. Vilhjálmur hafði á orði að stundum væri sagt að vinna hans fælist í því að stynja en hérna þyrfti hann þess ekki, svo vel líst honum á.
Guðbjartur Hannesson alþingismaður og formaður fjárlaganefndar er meðal gesta og aðspurður um sýninguna sagði hann: -Mjög vel, frábært framtak. Það er hressandi að koma inn í svona jákvætt umhverfi þr sem menn líta fram á veginn. Það er gott að komast út úr svartsýninni fyrir sunnan og hingað norður þar sem maður sér að fólk er bjartsýnt og er að draga það jákvæða fram.
Fjöldi manns er þegar kominn til að skoða sýninguna sem stendur fram á sunnudagskvöld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.