Ásta Birna nýr framkvæmdastjóri á Stoð
Í gær fimmtudaginn 23.03.23 voru tímamót hjá verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, einu af okkar öflugu fyrirtækjum í heimabyggð, þegar Ásta Birna Jónsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri, í stað Eyjólfs Þórarinssonar sem hefur gegnt starfinu í aldarfjórðung.
„Við þökkum Eyjólfi fyrir hans störf og óskum Ástu Birnu til hamingju með nýja starfið!“ segir í tilkynningu frá Stoð.
Á heimasíðu Stoðar kemur fram að verkfræðistofan hafi verið starfandi á Sauðárkróki óslitið frá árinu 1988 og eigi rætur allt til ársins 1985. Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræði og mannvirkja og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra. Um tíu til tólf starfsmenn vinna að jafnaði hjá stofunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.