Ársalir skal hann heita

 Þau Sigurður Jónsson, kennari Árskóla, og Guðný Sif Gunnarsdóttir, nemandi Árskóla, áttu vinningstillögu að nafni á nýjum leikskóla á Sauðárkróki. Ársalir skal hann heita.
Sigurður segist hafa gott útsýni yfir skólann heiman frá sér en þar blasi tilkomumikil byggingin við úr þegar horft sé út um stofugluggann. -Skólinn stendur við bakka Sauðár þó í nýjum farveg sé og því þótti mér nafnið við hæfi auk þess sem það tengist Árskóla nafninu, segir Sigurður.

Guðný Sif vann samkeppni heima hjá sér en líkt og Sigurður talaði hún um tilkomumikla byggingu sem minnti hana á Versali. Það tengdi hún við Árskóla og út koma nafnið Ársalir.

Þau Sigurður og Guðný Sif fengu sitt hvorar 15 þúsund krónurnar í verðlaun fyrir nafnbótina. Sigurður ætlar að nota aurinn til þess að fara á menningarviðburðu en Guðný Sif ætlar að leggja hann inn í banka.

Alls voru sendar 73 tillögur að nafni á leikskólann og sagði Herdís Sæmundardóttir, fræðslustjóri, að fræðslunefnd hefði verið vandi á höndum við nafnavalið sem á endanum hafi þó verið alveg augljósti. Enda um góða tengingu skólastiga að ræða.

Nú ganga leikskólabörn í Ársali, grunnskólabörn í Árskóla og 1. - 3. bekkur er vistarðu í Árvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir