Árnar þagna sýnd á Blönduósi í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
14.11.2024
kl. 09.20
Í kvöld verður ný heimildarmynd Króksarans Óskars Páls Sveinssonar, Árnar þagna, sýnd á Blönduósi. Myndin fjallar um áhrif sjókvíaeldis á lax og lífríki „og afkomu fjölskyldna í sveitum Íslands og Noregs sem hafa byggt lífsafkomu sína á hlunnindum af sjálfbærum stangveiðum í margar kynslóðir,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. Eftir sýningu verða umræður með frambjóðendum og kjósendum um efni myndarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.