Árangursmat menningarsamnings

 Menningarráð Norðurlands vestra hefur samið við Háskólann á Hólum um framkvæmd árangursmats menningarsamnings ríkisins annars vegar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hins vega og hefur starfsmaður skólans, Þórður Ingi Bjarnason, verið ráðinn til verkefnisins.

Menningarsamningurinn gildir fyrir árin 2007-2009 en samkvæmt samningi ríkisins og SSNV er samningsaðilum heimilt „… að framlengja samninginn um tvö ár að loknu árangursmati sem fram skal fara vorið 2009“.

 
Einn hluti þessa árangursmats er spurningalisti sem Þórður Ingi mun senda öllum þeim aðilum sem fengið hafa verkefnastyrk frá menningarráðinu. Sá spurningalisti mun berast ykkur á næstu dögum á rafrænu formi.

Í erindi frá Menningarráði Norðurlands vestra hvetur ráðið  alla styrkhafa til að bregðast ljúfmannlega og skjótt við og svara þessum spurningalista hið allra fyrsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir