Appelsínugul viðvörun á morgun

Skjáskot af síðu Veðurstofunnar.
Skjáskot af síðu Veðurstofunnar.

Gamalkunnugur gestur er mættur í veðurspá Veðurstofunnar eftir nokkrar fjarveru, nefnilega appelsínugula viðvörunin. Um átta í fyrramálið hvessir duglega hér á Norðurlandi vestra en gul viðvörun er fram að hádegi en þá bætir í vindinn og tekur sú applesínugula við um hádegi og stendur fram á kvöld.

Miðað við spár verður hvassast á annesjum; Hrauni á Skaga og á Tröllaskaga. „Sunnan 18-25 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar.

Enn er hitinn þó um tíu gráður framan af morgundeginum en kólnar þegar líður á. Má reikna með vonskuveðri á heiðum, til að mynda Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði en þar má reikna með slyddu þegar kvöldið nálgast.

Það er því kannski bara best að vera heima eða í það minnsta fylgjast vel með veðri og færð ef fara á milli landshluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir