Ánægðar Gærur í Húnaþingi

Frá markaðinum á síðasta ári.  Mynd:Norðanátt

Á Norðanáttinni eru skrif hóps sem kalla sig Gærurnar og lýsa ánægju sinni með viðtökur nytjamarkaðar sem þær standa fyrir en þar segja þær að á síðastliðnu sumri hafi nytjamarkaðurinn verið opinn 8 sinnum, og vakið MIKLA lukku, innan héraðs sem utan.

Það var virkilega góð og skemmtileg stemming alla markaðsdagana, og ekki spillti veðrið fyrir, sól og logn flesta daga og voru þá kaffiborðin sett út og verðandi 10 bekkingar seldu kaffi utandyra.

“Gærurnar”  þakka öllum, sem komu með hluti –    í staðin fyrir að láta urða  þá –  einnig þökkum við þeim fjölmörgu, sem komu á markaðinn. Hafið öll bestu þakkir fyrir!

 

Ágóðanum hefur nú verið varið í heimahéraði! Við höfum keypt 2 vatnsvélar, önnur var sett upp í Grunnskólanum á Hvammstanga og hin var sett upp í Sundlauginni. Einnig voru keypt myrkvunargluggatjöld og sett upp í setustofunni í Laugabakkaskóla.  Og nú er komið nýtt ár með nýjum tækifærum!
Enn og aftur ætlum við að vera með Nytjamarkaðinn í sumar.Fyrsti markaðsdagurinn verður 20.júní – sama dag og Fjöruhlaðborðið í Hamarsbúð verður. Og þá er spurningin sú sama og áður:  þarf ekki að taka til og losa sig við eitthvað? Er ekki tilvalið að henda því í okkur frekar en að láta urða það??? Munið: “Eins manns rusl er annars gull” Við erum tilbúnar til að hjálpa til og sækja það sem þið viljið losna við!!

Helga Hreiðars. S: 864 2616
Kristín Eggerts. S: 892 2584
Gréta Jósefs. S: 897 2432
Ása Ólafs. S: 847 7837
Árborg Ragnars. S: 863 6016
Dýrunn Hannesar. S: 895 2466
 
Hlökkum til að sjá ykkur á Markaðnum í sumar!!
Kær kveðja
“Gærurnar”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir