Alþjóðlegur bænadagur kvenna
“Allt sem andardrátt hefur, lofi Drottin” Þann 5 mars var alþjóðlegur bænadagur kvenna haldinn hátíðlegur á Mestað í Miðfirði í fimmta sinn. Að þessu sinni var beðið fyrir konum í Kamerún í Afríku. Myndir, tónlist og texti kom frá konum í Kamerún sem á landamæri að sex löndum og er ýmist talið til Vestur-Afríku eða Mið-Afríku.
Landið er á stærð við Svíþjóð Yfirskriftin er tekin úr Sálm 150 - að allt sem andardrátt hafi skuli lofa Drottin. Þannig vilja konurnar frá Kamerún benda á tilgang lífsins, sem er að við hlúum hvert að öðru í stað þess að notfæra okkur aðrar manneskjur.
Henrike Wappler hefur haft yfirumsjón með bænadegi kvenna í Húnaþingi vestra og Bæjarhrepp. Hún kemur frá Þýskalandi og kynntist þar bænadegi kvenna. Hann var fastur liður í safnaðarstarfi í heimabær hennar.
Á bænadaginn mættu 18 konur og 2 prestar, þeir Magnús Magnússon og Guðni Þór Ólafsson. Alls söfnuðust 9.001 kr fyrir Hið íslenska Bíbíufélag.
Hátíðin fór þannig fram að konur skiptust á að lesa texta; kynningu á landinu, bænir og ákall og Kristín Árnadóttir djákn las ritningarlestur. Á milli var sungið og flutt tónlist frá Kamerún. Að hátíð lokinni í kirkju var gengið yfir í safnaðarheimili þar sem gestir gæddu sé á veitingum sem konur höfðu komið með og rekja má til landsins á einn eða annan hátt. Þá var flutt tónlist og sýndar myndir frá landinu.
Gestir fengu með sér gjöf, ljósaskerm til minningar.
Á næsta ári kemur efnið frá Chile og verður bænadagurinn þann 4. mars 2011 sem er 1. föstudagur í mars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.