Allir unglingar yngri en 18 ára fá vinnu hjá Vinnuskólanum

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveðið að allir unglingar og ungmenni 18 ára og yngri sem sækja um vinnu hjá Vinnuskóla Skagafjarðar skuli fá vinnu.
 Þetta var samþykkt fyrr í þessum mánuði og rann umsóknarfrestur út í vikunni. Liðlega 20 ungmenni á aldrinum 16-18 ára sóttu um og fá vinnu við ýmis fyrirtæki sveitarfélagsins. Það sem að baki liggur eru forvarnir því ekki er talið að það hafi góð áhrif á ungmenni að ganga um iðjulaus.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er í boði í sveitarfélaginu með þessum hætti en fyrr í vor hafði Frístundasvið gert könnun á því í Fjölbrautaskólanum hve margir nemendur væru komnir með vinnu og hverjir sæju ekki fram á að fá starf í sumar. Heldur fleiri töldu sig ekki fá vinnu en síðan kom á daginn. Ungmennunum er boðið upp á blöndu af starfsþjálfun og námskeiðum 10 vikur í sumar og er Frístundasvið ábyrgðaraðili verkefnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir