All má finna á veraldrarvefnum líka kosningaúrslit í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
07.05.2010
kl. 12.11
Það er greinilegt að áhugamál manna liggja víða. Á íslenska hluta hinnar mögnuðu alfræðivefbókar, Wikipedia má finna úrslit allra sveitarstjórnakosninga í Sveitarfélaginu Skagafirði frá upphafi þess og einnig má finna úrslit allra bæjarstjórnakosninga á Sauðárkróki frá 1938 til sameiningar.
Þá hefur Feykir heimildir fyrir því að verið sé að vinna í koma úrslitum kosninga í öðrum hreppum í Skagafirði á síðuna og einnig verið að betrumbæta þær upplýsignar sem komnar eru.
Það getur verið fróðlegt að rýna í þessi úrslit nú þegar stutt er í kosningar og velta fyrir sér mögulegum úrslitum.
Úrslitin úr Sveitarfélaginu Skagafirði má finna hér og úr bæjarstjórn Sauðárkróks hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.