Aftur komið vor
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.02.2010
kl. 08.18
Eftir smá kuldatíð er aftur komið vor í kortin en spáin gerir ráð fyrir sunnan 8-15 m/s og rigningu öðru hverju, en lægir og úrkomulítið á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Fleiri fréttir
-
Langþráður nýr björgunarbátur í Skagafjörðinn
Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.Meira -
Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni 18.03.2025 kl. 08.54 oli@feykir.isÍ fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.Meira -
Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 17.03.2025 kl. 23.08 oli@feykir.is„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.Meira -
Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu
Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.Meira -
Tómar tilviljanir urðu til þess að Andri Már er óvart kominn með hljómsveit í Mexíkó
„Veðrið er frábært! Núna er klukkan átta að morgni og hitinn er um 10 gráður, svo fer hitinn upp í 25-30 gráður yfir daginn svo það er eins gott að eiga góðan kúrekahatt til að skýla sér fyrir sólinni,“ segir Andri Már Sigurðsson, tónlistarmaður og Króksari í Mexíkó, þegar Feykir tekur hann tali og byrjar að sjálfsögðu á því að spyrja um veðrið. Viðtalið snýst þó ekki um veður, heldur tónlist og hvernig Andri Már stofnaði óvart hjómsveit í MexíkóMeira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.