Áfram saman í atvinnumálum

Mikilvægasta hlutverk sveitarfélagsins í atvinnumálum er að tryggja samvinnu íbúa,  fyrirtækja og sveitarfélagsins.  Með samvinnu og samtakamætti er hægt að vinna að uppbyggingu en sundrung og óeining kemur í veg fyrir aukin störf og betri lífskjör. 

Núverandi sveitarstjórn hefur með leiðandi þátttöku Samfylkingarinnar haft þessa samvinnu sveitarfélagsins og atvinnulífsins að leiðarljósi í stefnumörkun og starfi að atvinnumálum.  Þrátt fyrir hremmingar síðustu ára hefur atvinnulífið í Skagafirði staðið sig mjög vel, atvinnuleysi er með því minnsta á landinu en betur má ef duga skal.  Skagfirðinga hafa sýnt í verki hverju samstarf í atvinnumálum getur skilað, gleggsti vitnisburðurinn um þetta sást á þátttökunni og aðsókninni í atvinnu- og mannlífssýningunni í Sæluviku.  Þar sýndi samtakamátturinn sínar bestu hliðar.

Með áframhaldandi samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina, Félag ferðaþjónustunnar, Verið Vísindagarða, Nýsköpunarmiðstöð, Matís, Háskólann á Hólum, Fjölbrautarskólann, Farskólann og marga, marga fleiri náum við árangri í atvinnumálum.   Hér er því vissulega verk að vinna og þau tala best sínu máli um framhaldið í sveitarstjórn.  Við þurfum að halda áfram á sömu braut.

Við styðjum með samtali og samvinnu;

<!--við uppsetningu koltrefjaverksmiðju,

<!-við uppbyggingu á gagnaveri,

<!-við framsókn ferðaþjónustunnar

<!-við flott framtak í menningartengdri ferðaþjónustu,

<!-við vísinda- og þróunarsamfélagið í Verinu,

<!-við ræktun og framleiðslu á sérvirkum próteinum,

<!-við útrás loðdýraræktarinnar,

<!-við aukningu í landbúnaði,

<!-við aukningu í sjávarútvegi,

<!-við Háskólann á Hólum,

<!-við Fjölbrautarskóla NV,

<!-við Farskólann,

<!-við Heilbrigðisstofnunina

<!-við allt atvinnulíf   

Fjölgun starfa skapar grunninn að betri þjónustu sveitarfélagsins.  Stöndum saman að framtíðinni á næsta kjörtímabili.  Tryggjum að áfram verði unnið saman að atvinnumálum og fjölgun starfa í okkar góða samfélagi í Skagafirði.

Snorri Styrkársson,

formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar og skipar 6. sæti framboðslista Samfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir