A til J í beinni úr Síkinu
Útvarpsþátturinn A til J á Rás 2 er nú útvarpað í beinni útsendingu frá atvinnulífssins sýningu í Síkinu á Sauðárkróki. Atli Þór Albertsson er á staðnum en hinum megin á landinu nánar tiltekið í Vestmannaeyjum situr Jóhann hinn helmingur þáttastjórnanda.
Aðspurður um hvernig honum lítist á segir Atli að sýningin, fjölbreytnin og nýsköpunin hafi komið honum skemmtilega á óvart. -Ég vissi að þetta væri ekki eitthvað krummaskuð en ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hversu fjölbreytt atvinnu- og menntalífið er hér. Ég er mjög hrifin af sýningunni og hlakka til þess að koma í heimsókn í Skagafjörðinn í sumar, sagði Atli þegar Feykir.is náði tali af honum rétt áður en hann fór í loftið.
Mikið líf er á sýningunni og vel þess virði að gera sér ferð í Síkið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.