7 starfsmenn í Selasetri í sumar
Selasetri Íslands stendur undirbúningur sumarvertíðarinnar sem hæst, en í sumar verða starfsmenn setursins alls 7 talsins.
Verkefni rannsóknadeildarinnar eru fjölþætt en helst ber að telja rannsókn á áhrifum ferðamanna á seli á Illugastöðum á Vatnsnesi en sú rannsókn er partur af The Wild North verkefninu, sem bæði svið rannsóknardeildarinnar koma að. Einnig verður gerð frumrannsókn á áhrifum sela á laxfiska á ósasvæðum við Húnafjörð. Tveir líffræðinemar frá Háskóla Íslands, þau Hrafnhildur Laufey Hafsteinsdóttir og Helgi Guðjónsson, munu vinna að rannsóknunum við setrið í sumar. Að auki sinna starfsmenn deildarinnar og framkvæmdastjóri setursins verkefnum líkt og verkefnisstjórn, ráðgjöf og þróunarvinnu.
Að venju mun Selasetrið bjóða upp á bæði fræðslu- og listsýningar auk þess sem Upplýsingamiðstöðin á Hvammstanga verður staðsett í afgreiðslunni líkt og fyrri ár. Þar munu þær Brynja Ósk Víðisdóttir og Sunna Mary Valsdóttir standa vaktina í sumar, auk þess sem Brynja mun vinna að ýmsum sérverkefnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.