600 þúsund til Póllandsferðar kennara
feykir.is
Skagafjörður
14.05.2010
kl. 08.56
Fræðslustjóri Skagafjarðar hefur sótt um styrk upp á 600 þúsund krónur vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna grunn- og tónlistarskólans til Póllands
Alls munu um 90 starfsmenn fara í ferðina sem farin verður í júní. Er styrknum ætlað að greiða fyrir túlkaþjónustu og akstri á erlendri grund. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum að veita allt að 600 þús.kr. til túlkaþjónustu og ferðakostnaðar í skólaheimsóknum ferðarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.