30% aukning í laxveiði milli ára
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.10.2024
kl. 10.49
Húnahornið fylgist að venju vel með laxveiðinni í Húnavatnssýslum og á landinu öllu en í frétt á vefnum í gær segir að bráðabirgðasamantekt Hafrannsóknastofnunar sýni að heildarfjöldi stangveiddra laxa í sumar hafi verið um 42.400 fiskar, sem er um 30% aukning frá árinu 2023 en um 2% undir meðalveiði áranna 1974-2023.
„Veiðin í sumar var þannig um 9.700 löxum meiri en hún var í fyrra. Aukning var í veiði í ám í öllum landshlutum en misjöfn milli laxveiðiáa eins og gengur. Húnahornið hefur áður sagt frá því að laxveiði í húnvetnskum var mun betri í sumar en síðustu ár, að Blöndu og Svartá undanskildum,“ segir í fréttinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.