30 ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLI BUBBA MORTHENS
Á þessu ári heldur Bubbi upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt. Það var 17. júní árið 1980 að hann gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Þann dag urðu straumhvörf í íslenskri tónlistarsögu því þarna var stiginn fram tónlistarmaður sem hefur án efa markað ein dýpstu og merkilegustu sporin í tónlistarsögu síðustu 30 ára. Enginn hefur verið eins afkastamikill og hann, enginn hefur selt jafn margar plötur og hann og enginn hefur haldið jafn marga tónleika og hann undanfarin 30 ár.
TÓNLEIKAR UM LAND ALLT OG FRÍTT INN
Í tilefni þessara merku tímamóta hefur Bubbi ákveðið að fara um landið, líkt og hann hefur gert undanfarin 30 ár. Bubbi fékk úthlutað listamannalaunum í fyrsta skipti og í tilefni þess mun hann bjóða fólki á tónleika sína sem fyrirhugaðir eru í apríl og maí. Þykir Bubba við hæfi að fara frekar þessa leið heldur en að setja upp stóra tónleika í Laugardalshöllinni eða Egilshöll. Þessi ákvörðun er í rökréttu framhaldi þess að Bubbi er nú að ljúka hádegistónleikaför sinni sem hann nefndi "Rætur" en þar heimsækir hann nær alla Mennta-og Framhaldsskóla landsins í hádeginu og spilar fyrir nemendur án þess að þiggja laun fyrir. Bubbi er því í raun að þakka fyrir sig á þennan máta, annars vegar að bjóða unga fólkinu upp á hádegistónleika og nú, að fara í tónleikaferð án þess að selja inn.
TÓNLEIKAFERÐIN
Tónleikaferðin hefst 15. apríl og lýkur ekki fyrr en 8. maí. Dagskráin er eftirfarandi :
Apríl | ||||
15 | Flateyri | Kirkjan | ||
16 | Ísafjörður | Edinborgarhúsið | ||
17 | Hólmavík | Bragginn | ||
18 | Sauðárkrókur | Mælifell | ||
20 | Dalvík | Menningarhúsið | ||
21 | Akureyri | Græni Hatturinn | ||
22 | Ýdalir | Salurinn | ||
23 | Egilsstaðir | Valaskjálf | ||
24 | Fáskrúðsfjörður | Félagsheimilið | ||
25 | Hornafjörður | Menningarhúsið | ||
28 | Kjós | Félagsgarður | ||
29 | Akranes | Bíóhöllin | ||
30 | Selfoss | Hótel Selfoss | ||
Mai | ||||
1 | Reykjavík | Óákveðið | ||
5 | Mosfellsbær | Hlégarður | ||
6 | Hafnarfjörður | Bæjarbíó | ||
7 | Borgarnes | Menningarsetrið | ||
8 | Keflavík | Hljómahöllin | ||
ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA
-Allir tónleikarnir hefjast kl 20:30
-Húsin opna kl 20:00
-Frítt inn á alla tónleikana meðan húsrúm leyfir
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.prime. is og á www.bubbi.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.