Krefjast styttingar á leiðinni í Bárðardal
Áhugahópur um bættar samgöngur á Íslandi landi berst nú fyrir því að grafin verði göng undir Eyafjörð og leiðin í Bárðardal stytt um tugi kílómetra.
Friðfinnur Klængsson er einn þeirra sem hrundið hafa af stað undirskriftarsöfnun vegna þessa. – Það er náttúrlega óþolandi að þurfa að aka í gegn um Akureyri á leið sinni í Bárðardalinn, taka á sig þennan krók þegar hægt er að fara undir fjörðinn eða þvera hann um leið og komið er úr Hörgárdalnum, sagði Friðfinnur í samtali við Dreifarann.
- Það eru margir íslendingar sem eiga frændfólk í Bárðardal og mikið þjóðhagslegt hagsmunamál að stytta leiðina þangað eins og kostur er. Fríða frænka hefur oft rætt þetta við mig því hún veit að verði leiðin stytt með þessum hætti, muni ég koma oftar í heimsókn til hennar, segir Friðfinnur. – Þegar Vaðlaheiðargöngin bætast síðan við verður maður ekki nema smá stund að renna í Bárðardalinn frá Reykjavík og maður gæti jafnvel farið fram og til baka sama daginn, sagði Friðfinnur að lokum.
Undirskriftarlistinn liggur nú frammi á öllum helstu þéttbýlisbæjum á þessari leið og hefur nú þegar fjöldi manns skráð sig á hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.