Aðsent efni

Tók ástfóstri við Fernando Torres í æsku - Liðið mitt … Snæbjört Pálsdóttir FC Liverpool

Þátturinn Liðið mitt hefur verið ansi dapur þetta árið sem einkennist af áhuga-, eða framtaksleysi þátttakenda. Aðeins einn þáttur hefur birst en sá sem skorað var á svaraði aldrei. Til að koma þættinum af stað aftur ákvað þáttarstjórnandi að senda hann ekki langt og taldi sig þar með öruggan um að svör bærust fyrir þetta blað. Ég vona að lesendur fyrirgefi það. Það er sem sagt fv. varnartrukkurinn í Tindastól Snæbjört Pálsdóttir sem svarar Liðinu mínu. Snæbjört, sem starfar sem fulltrúi í tjónaþjónustu VÍS, býr núna fyrir sunnan en segist þó alltaf vera með annan fótinn á Króknum.
Meira

Við erum tungan - Áskorandapenninn - Jón Freyr Gíslason Staðarbakka Miðfirði

„Er þetta bodyguardinn þinn?“ - „Haa! hvað er það?“ - „Æjj þú veist...bodyguard.“ Þetta samtal ungra bræðra sem ég heyrði um daginn fékk mig til að velta vöngum. Velta vöngum yfir því hvaða framtíð bíður móðurmáls okkar, tungumálsins sem Íslendingar hafa verið ötulir við að nota í aldanna rás, ef orð á borð við lífvörður komst ekki inn í orðaforða níu ára drengs árið 2019 þegar enska orðið fór beint inn.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Veganesti - Áskorandapenni Sigríður B. Aadnegard, skólastjóri Húnavallaskóla

Frá því að ég lauk námi úr Fósturskóla Íslands hef ég hef ég starfað við kennslu og stjórnum í leik- og grunnskólum. Það munu vera um það bil 35 ár. Hef ég lært og þroskast í gegnum þetta starf. Sumt hefur verið virkilega erfitt en oftast er gaman og fáir dagar eru eins allt er þetta þó lærdómsríkt og kennir svo margt um lífið og manneskjuna ( einu sinni hélt lítill frændi minn að orðið manneskja væri hræðilegt orð).
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira

Blönduós heilsueflandi bær

Frá Heilsuhópnum á Blönduósi Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar ,,Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 23.-28. september. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst ágætlega og ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Meira

Meiri frásögur af keppni á hestum - Kristinn Hugason skrifar

Nú hverfum við aftur þar sem frá var horfið í þarsíðasta pistli og sagði frá kappreiðunum miklu á Kili þar sem leysinginn Þórir dúfunef á stokuhryssunni Flugu, sem hið forna höfuðból Flugumýri heitir eftir, sigraði mikinn og margefldan hestamann, Örn að nafni, kallaður landshornamaður, á hestinum Sini, það voru fyrstu kappreiðarnar á Íslandi sem enn lifa í sögnum.
Meira

Arfur Miklabæjar-Solveigar - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Á dögunum bárust Byggðasafni Skagfirðinga merkisgripir. Um er að ræða skartgripi, tvær litlar kúpur og pinna sem fylgir þeim. Skartgripir þessir eru í sjálfu sér tiltölulega einfaldir og látlausir, en það sem gerir þá sérstaka er saga þeirra, sem er samofin einni þekktustu þjóðsögu Skagfirðinga, nefnilega sögunni af Miklabæjar-Solveigu.[1]
Meira

Einar Eylert Gíslason - Minningarorð

Nú hefur riðið Gjallarbrú eftirminnilegur garpur sem er Einar Eylert Gíslason á Syðra-Skörðugili, fyrrum bóndi þar og ráðunautur. Einar fæddist á Akranesi 5. apríl 1933, hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1951 og stundaði verklegt búfræðinám og vinnu á búgörðum í Danmörku og Svíþjóð árin 1951 til ´53 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1955. Ekki verður ævi- né starfsferli Einars gerð tæmandi skil hér en á árunum 1960 til 1974 var Einar ráðsmaður á Hesti, í því fólst bústjórn og dagleg yfirstjórn þeirra viðamikilu tilrauna sem þar fóru fram í sauðfjárrækt.
Meira