Tók ástfóstri við Fernando Torres í æsku - Liðið mitt … Snæbjört Pálsdóttir FC Liverpool
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
20.10.2019
kl. 10.12
Þátturinn Liðið mitt hefur verið ansi dapur þetta árið sem einkennist af áhuga-, eða framtaksleysi þátttakenda. Aðeins einn þáttur hefur birst en sá sem skorað var á svaraði aldrei. Til að koma þættinum af stað aftur ákvað þáttarstjórnandi að senda hann ekki langt og taldi sig þar með öruggan um að svör bærust fyrir þetta blað. Ég vona að lesendur fyrirgefi það. Það er sem sagt fv. varnartrukkurinn í Tindastól Snæbjört Pálsdóttir sem svarar Liðinu mínu. Snæbjört, sem starfar sem fulltrúi í tjónaþjónustu VÍS, býr núna fyrir sunnan en segist þó alltaf vera með annan fótinn á Króknum.
Meira