Fékk spjald fyrir að reyna að tefja :: Liðið mitt Jónas Aron Ólafsson Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
01.02.2020
kl. 10.53
Jónas Aron Ólafsson er tvítugur knattspyrnumaður í Tindastól, lék alla leiki liðsins í sumar og er einn máttarstólpa liðsins. Í vetur dvelur hann á Akureyri og stundar nám í Háskólanum þar í bæ. Jónas er aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skipar sér þar með á bekk með afa sínum og nafna Jónasi Svavarssyni sem líklega hafði eitthvað með það að gera. Jónas Aron svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira