Aðsent efni

Fjárgötur myndanna – Hörður Ingimarsson skrifar

Eitt leiðir af öðru. Á liðinni öld eru víða fjölmargar myndir sem varða leiðina og auðvelda okkur að lesa í sögu liðins tíma. Eftir miðja 20. öldina tók almenningur að taka myndir að marki á gömlu filmuvélarnar í svarthvítu. Flestir viðburðir urðu að myndefni. „Bílaútgerð Sleitustaðamanna“, snilldarþáttur Sigtryggs Björnssonar frá Framnesi í Skagfirðingabók sem út kom snemma í vor leiddi okkur Þorvald G. Óskarsson í myndaleit að „fornum“ knattspyrnuhetjum upp úr miðri síðustu öld.
Meira

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson nk. fimmtudag stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd

Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auðbrekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni.
Meira

Lífið sjálft - Áskorandinn Brynjar Rafn Birgisson (Binni) - Brottfluttur Króksari

Ég er fæddur á því frábæra ári 1986, þegar Gleðibankinn gerði allt vitlaust og við vorum búin að vinna Eurovision keppnina áður en hún byrjaði, einnig var Stöð 2 og Bylgjan sett á laggirnar. Ég verð 33 næstkomandi 29. október. Þið sem kannist ekki við mig þá er alltaf gott að rýna í ættartöluna en ég er sonur Bigga Rafns, sem er útibústjóri Landsbankans á Sauðárkróki og fyrrverandi kennari við FNV með miklum sóma, móðir mín Hrafnhildur Sæunn Pétursdóttir sjúkraliði. Bróðir minn Pétur Rúnar Birgisson, körfuboltamaður með Tindastól og systir mín Hera Birgisdóttir, læknir.
Meira

Takk fyrir mig Skagafjörður- Áskorendapenninn Árni Gísli Brynleifsson brottfluttur Skagfirðingur

Hér kemur nafnið á áskorendapennanum og pistillinn sjálfur, vegna mistaka þá kom nafnið ekki í blaðið. Feykir vill biðjast afsökunnar á þessum mistökum.
Meira

Fólkið á Norðurlandi vestra

Eitt af hlutverkum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er að stuðla að samvinnu og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á starfssvæðinu. Það var þess vegna sem samtökin skipulögðu kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til Bornholm, danskrar eyju í Eystrasalti, síðla síðasta vetrar. Í ferðina fóru hátt í 40 sveitarstjórnarmenn og komu vonandi heim margs vísari. Sú er þetta ritar gerði það svo sannarlega.
Meira

Fyrstu frásögur af keppni á hestum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli og nokkrum þeim næstu ætla ég að fjalla um sögu keppna á hestum hér á landi. Í upphafi byggðar á landinu voru þó stundaðar keppnir sem fólust ekki í að keppt var á hestunum, þ.e. þeir voru ekki setnir, heldur var þeim att fram sem vígahestum og þeir slóust þar til annar lá dauður eða óvígur. Þetta er vitaskuld löngu aflagt en víða um heim þekktust og þekkjast jafnvel enn margs konar dýraöt. Verður ekki frekar um þetta fjallað hér en fyrir áhugasama er bent á bók sem ýmsir lesenda pistils þessa kannast eflaust við en það er bókin Faxi eftir dr. Brodda Jóhannesson, kunnan Skagfirðing, bókin kom út hjá Bókaútgáfunni Norðra á Akureyri árið 1947.
Meira

Vinna og vökustundir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Nú er rispa í kjarasamningsgerð ný yfirstaðin og ýmsar nýjar áherslur bornar á borð s.s. stytting vinnuvikunnar. Út frá umfjöllun um kjaramál vöknuðu hugleiðingar um vinnutíma og vinnuaðstæður fólks á liðnum öldum. Aðskilnaður heimilis og atvinnu hafði ekki enn átt sér stað á seinni hluta 19. aldar og frumvinnsla matvæla og klæða hélt fólki við verkin frá sólarupprás til sólarlags og rúmlega það, ef marka má frásagnir Hrafnagils-Jónasar í bókinni Íslenskir þjóhættir.
Meira

Úr sveitinni á Skaga til miðbæjar Reykjavíkur :: Áskorandapenninn – Kristmundur Elías Baldvinsson, Tjörn á Skaga

Ég tók undir mig nokkuð stórt stökk þann 16. ágúst síðast liðinn þegar ég fluttist frá Tjörn á Skaga, þar sem ég hafði alist upp og búið allt mitt líf, og flutti suður í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég átti eftir hefja mína framhaldsskólagöngu í Borgarholtsskóla. Það var gríðar mikið menningarsjokk að fara á milli þessa ólíku heima.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Elvogar í Sæmundarhlíð

Nú er ávalt nefnt og ritað Elvogar, en vafalaust hefir bærinn heitið að fornu Élivogar. Í landamerkjaskrá fyrir Sólheima frá 1378 er nafnið ritað Elevágar (Dipl. fsl. VIII. b., bls. 15), og í Jarðaskrá Teits lögmanns Þorleifssonar 1522 er Jelivogar Dipl. lX. b., bls. 93). Samkvæmt þessu má því fullyrða, að Élivága nafnið sje upprunalegt, og jafnframt bendir nafnið á það, að goðfræðilega sögnin um Élivága hefir vakað fyrir þeim, er nafnfesti bæinn (Snorra-Edda, bls. 10 og víðar).
Meira