Aðsent efni

Fæðingaorlof í 12 mánuði

Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Meira

Ráðstefnuferð til lands hinnar rísandi sólar - Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga segir frá

Þúsundir safnafólks frá 118 þjóðlöndum gerði sér ferð til Japans til að vera viðstödd alþjóðaráðstefnu ICOM (International Council of Museums) sem fór fram í Kyoto dagana 1. - 7. september síðastliðinn. Ég slóst í hópinn enda yfirskrift ráðstefnunnar, ekki síður en áfangastaðurinn, virkilega áhugaverð og spennandi - Söfn sem menningarmiðstöðvar: framtíð hefða - með tugi ef ekki hundruð fyrirlestra um safnatengd málefni, -umræður og skoðanaferðir.
Meira

Kappreiðar, þróun og staða - Kristinn Hugason skrifar

Með þessari grein slæ ég botninn í umfjöllun mína um kappreiðar, ræktun íslenskra hrossa hefur ekki, né kemur til með að snúast um ræktun kappreiðahrossa en þetta er þáttur sem þó má ekki verða hornreka. Það andvaraleysi að láta veðreiðahaldið drabbast niður hefur reynst hestageiranum sem slíkum dýrkeypt. Því staða mála er sú að vítt og breytt um veröldina skapar veðreiðahald miklar tekjur fyrir hestageirann og nýtast þær til margháttaðrar uppbyggingar og fræðastarfs.
Meira

Höfum eyrun opin - Hlustum á börnin og unglingana :: Áskorendapenninn Ástrós Kristjánsdóttir Melstað Miðfirði

Sem starfsmaður í grunnskóla tel ég mjög mikilvægt að við, sem vinnum með börnum og unglingum, hlustum á þau og mætum þeim á jafningjagrundvelli. Ég vil að nemendurnir í skólanum upplifi að þau geti alltaf nálgast mig ef þau þurfa að létta á hjarta sínu sama hvað bjátar á. Hvort sem eitthvað minniháttar kemur uppá eins og er oft hjá börnunum eða eitthvað stærra og meira sem þau vilja ræða. Ef við bregðumst við strax þegar við sjáum að barni líður illa í skólanum þá er mikið auðveldara að vinna úr málum barnsins frekar en þegar gripið er inní alltof seint.
Meira

Stiklað á stóru í sögu FNV - Fjörtíu ára fjölbrautaskóli

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnaði þann 21. september sl. 40 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá á sal Bóknámshússins að viðstöddum góðum gestum. Fluttar voru ræður og saga skólans rifjuð upp í máli og myndum. Í tilefni tímamótanna mun Feykir birta nokkra pistla um skólann og að þessu sinni stikla á stóru í sögu skólans. Stuðst er við upprifjun þá sem Ingileif Oddsdóttir, skólameistari og Jón F. Hjartarson, fv. skólameistari, flutti á fyrrnefndum afmælisfagnaði.
Meira

Snjalltæki og skólastarf :: Áskorandinn Sólveig Zophoníasdóttir brottfluttur Blönduósingur

Síðastliðinn vetur sótti ég námskeið í orðræðugreiningu. Markmið orðræðugreiningar er, líkt og annarra rannsóknaaðferða, að varpa ljósi á og/eða skapa nýja þekkingu, auka og dýpka og jafnvel breyta skilningi fólks á fyrirbærum. Mig langar í þessum pistli að segja stuttlega frá æfingu í orðræðugreiningu sem ég gerði á námskeiðinu og helstu niðurstöðum.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira