Aðsent efni

Spæjaraskólinn tekur til starfa - Ráðgátur fyrir 9-12 ára krakka

Spæjaraskólann, sem er leikur fyrir 9-12 ára krakka, er hægt að fá inngöngu í á netinu á slóðinni radgatur.is. Þar er hægt að gerast áskrifandi að ráðgátum eða sögum sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í. Aðstæður eru ætíð dularfullar og þurfa þau aðstoð áskrifenda til að leysa gátuna. Í hverjum kassa má finna inngang að sögu kassans og nokkrar þrautir og verkefni sem þarf að leysa til að komast að lausn gátunnar. Á bak við Spæjaraskólann stendur þriggja manna teymi sem legi hefur haft áhuga á alls konar ráðgátum.
Meira

„Maður og náttúra, nýtilkominn sambúðarvandi“ - Áskorendapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Ef það er um það bil þannig að maðurinn í núverandi mynd sinni hafi komið fram fyrir fáum milljónum ára, ekki tekið sér fasta búsetu og hafið ræktun lands fyrr en fyrir 10.000 árum og ekki innleitt tækni né hafið eiginlega auðlindanýtingu og orkubrennslu í stórum stíl fyrr en undir 1800 þá verður að segjast að allt hefur verið að gerast á síðustu 200 árum eða svo.
Meira

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Tónlistin, hestamennskan og bæjarhátíðir – Áskorendapenninn Skarphéðinn Einarsson

Á mig skoraði Benedikt Blöndal Lárusson vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, og fyrsta hugsunin var sú, hvurn andsk... á ég að skrifa um. Það sem mér stendur næst er tónlist þar sem ég hef starfað við tónlist og tónlistarkennslu síðan 1970 og nú sagt upp föstu starfi við Tónlistarskóla A-Hún enda kominn á þann aldur og mál er að hætta.
Meira

Aðgerðaráætlun heilbrigðisstefnu

Á vordögum var samþykkt heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir lagði fram út frá samþykktri þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins frá 2017 um nauðsyn þess að leggja fram slíka stefnu. Hafði ég framsögu með málinu í velferðarnefnd þingsins.
Meira

Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði

Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í tilefni opnunar sýningarinnar Á söguslóð Þórðar kakala

Forseti Íslands, sæmdarhjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir, og aðrir góðir gestir jafnt úr goðorðum Ásbirninga, Sturlunga, Haukdælinga og annars staðar frá af landinu. Það var fyrir 120 dögum – og 773 árum betur – að hér við Haugsnes var háð mesta orusta Íslandssögunnar, þar sem að Ásbirningar undir forystu Brands Kolbeinssonar lutu í lægra haldi fyrir liði Þórðar Kakala af ætt Sturlunga, sem fyrir vikið náði yfirráðum yfir Norðurlandi öllu. Þetta var hörð orusta og óvægin þar sem um eitt þúsund og þrjú hundruð menn börðust svo hatramlega að vel rúmlega eitt hundrað þeirra féllu í valinn.
Meira

Áskorendapenninn/Benedikt Blöndal Lárusson/Af margs konar menningu

Svo er kominn allt í einu 17. júní og það rignir ekki, að vísu var þoka í gærkvöldi og úði, fyrir gróðurinn og þá sem eru með astma eins og ég. Hátíðarhöldin voru hér á Blönduósi með sama sniði og í fyrra, hitteðfyrra og jafnvel lengra aftur, stutt og hefðbundin. Nú var 75 ára afmæli lýðveldisins og það hefði verið vel við hæfi að gefa svolítið í, en sami háttur var hafður á og 1. desember í fyrra á afmæli fullveldisins, sem sagt ekkert á héraðsvísu.
Meira

Þorgeirsboli - Byggðasögumoli

Þorgeirsboli kemur fyrir í textum nokkurra jarða í Fellshreppi. Trú á tilvist Bola var almenn á 19. öld og langt fram á þá 20. Má heita einstakt hve margir gátu borið vitni um hann, enda Þorgeirsboli vafalítið frægasti draugur á Íslandi og sagnir af honum skipta tugum ef ekki hundruðum. Því er rétt er að gera nokkra grein fyrir Bola.
Meira

Grillir í Fljótum - Torskilin bæjarnöfn

Þannig er bærinn alment kallaður nú. Rjetta nafnið er Grindill, því „á Grindli“ stendur í Landnámu (Landnáma, bls. 148), er sýnir, að nefnifall er Grindill. Og þannig á að rita það. Breytingin hefir að líkindum orðið á tímabilinu frá 1350 til 1450.
Meira