Aðsent efni

Skagafjörður í sýndarveruleikamyndbandi um minnkun matarsóunar með þrívíddarprentun matar úr fiskafgöngum

Framtíðareldhúsið, eða Future Kitchen, er ný myndbandssería sem gerð er af Matís. Verkefnið, sem styrkt er af EIT Food, er fræðsla um sjálfbærni, uppruna matar, leiðir til minnkunar matarsóunar og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Meðal annars má fræðast um það hvernig þrívíddarprenta má fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskiafgöngum sem annars færu til spillis.
Meira

Um dans, skemmtanir og annan ólifnað á jólum - Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar.

Jólin eru í hugum margra tími gleði og samverustunda. Það er þó misjafnt hversu taumlaus gleðin hefur mátt vera í gegnum aldirnar. Margir af eldri kynslóðunum slá enn í dag varnagla við „óviðeigandi“ spilum og leikjum á aðfangadagskvöld og jóladag. Mun það vera arfur frá 17. og 18. öld, þegar kirkja og konungsvald leituðust við að koma böndum á skemmtanir sem ekki áttu tilvist sína í ritningunni, þá sérstaklega á hátíðisdögum.
Meira

Ómakleg athugasemd bæjarfulltrúa

Veðurofsinn sem gekk yfir landið í síðustu viku var slíkur að umfangi að hann verður seint talinn annað en náttúruhamfarir. Skagfirðingar voru á meðal þeirra íbúa landsins sem fóru hvað verst út úr fárviðrinu. Viðbragðsaðilar brugðust við stöðunni í Skagafirði af miklum myndarskap og við íbúar sveitarfélagsins hljótum að vera auðmjúkt þakklátir fyrir þeirra óeigingjarna framlag.
Meira

Verðmætasköpun í fiski innanlands!

Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum.
Meira

Af mannheimum og veðurguðum

Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir fárviðrið sem skall á landinu í síðustu viku. Enn eru íbúar á Norðurlandi, hvar höggið var þyngst, að kljást við truflanir í raforkukerfinu, lagfæra skemmdir á munum og búnaði og bregðast við tjóni vegna rekstrarstöðvunar. Ljóst er að afleiðingarnar eru miklar og víðtækar. Raforkukerfið brást og aðrir innviðir, eins og fjarskiptakerfið, fóru í kjölfarið sömu leið. Það er staðreynd að mikil almannahætta skapaðist á stóru svæði hjá fjölda fólks um alltof langan tíma. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar unnu engu að síður magnað þrekvirki og það er þeim að þakka að ekki fór verr.
Meira

Vinnuvikan stytt til reynslu í leikskólum Skagafjarðar

Það er mikið framfaramál að Sveitarfélagið Skagafjörður stefni að styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustöðum og vel til fundið að hefja slíkt verkefni í leikskólunum. Það lögðum við í VG og óháðum til vorið 2018 og ennfremur að vinnuvika starfsmanna yrði stytt í 36 stundir á viku, án þess þó að skerða þjónustu á nokkurn hátt. Í áformum VG og óháðra lögðum við áherslu á sveigjanleika fyrir starfsfólk og að komið væri til móts við hvern og einn starfsmann eins og hægt sé. Þannig væru fundnar leiðir sem allir gætu sæst á.
Meira

Rauð viðvörun!

Í ljósi atburða síðustu viku og að samfélagið í Skagafirði er að komast í eðlilegt horf, sem og á landinu öllu, þykir rétt að endurmeta stöðuna. Í aðdraganda þessara eftirminnilegu viku var spáð rauðri viðvörun á Norðurlandi vestra og því alveg ljóst í hvað stefndi – Óveður!
Meira

Ótraustir innviðir og orka

Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opinberað gríðarlega veikleika í grunn innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjarskiptasamband verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr staðið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Íslending stoltan.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kjalarland á Skagaströnd

Þetta nafn finst ekki í DI. En samt leikur enginn efi á því, að það er óbrjálað nafn, og óbreytt er það í öllum jarðabókum. (Sjá J. og Ný J.bók – Jarðabók 1703 (Kialar).)
Meira

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira