Aðsent efni

Við lok annarrar vinnuviku í samkomubanni

Þrátt fyrir miklar raskanir á daglegu lífi flestra íbúa Skagafjarðar í kjölfar samkomubanns, sem nú hefur staðið yfir í 12 daga, þá gengur starfsemi flestra stofnana og fyrirtækja nokkuð vel fyrir sig hér á svæðinu. Frá upphafi þjónustuskerðingarinnar sem hlaust af samkomubanni hefur verið leitast við að gera unga fólkinu okkar eins auðvelt og kostur er að stunda nám og eiga í sem eðlilegustum samskiptum við kennara, aðra starfsmenn og vini, með þeim skorðum sem settar eru af hálfu sóttvarnaryfirvalda. Allir leggja sig fram um að vinna eins vel og unnt er úr þessum aðstæðum og það er til mikillar fyrirmyndar hversu vel það hefur gengið...
Meira

Covid 19 á Norðurlandri Vestra

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður heimsfaraldur veirusýkingar, COVID-19, og höfum við Íslendingar ekki verið undanþegnir honum. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 800 sýkst hér á landi, þar af 17 á Norðurlandi vestra. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna, sem kallar á að allar stofnanir samfélagsins taki höndum saman til að lágmarka tjón af völdum sjúkdómsins.
Meira

Að alast upp á Sauðárkróki - Áskorandi Helga Elísa Þorkelsdóttir

Allstaðar þar sem ég hitti nýtt fólk og kynni mig þá er ég ekki lengi að koma því að, að ég er Skagfirðingur, enda mjög stolt af því. Við Bjarni, eiginmaður minn, erum bæði fædd og uppalin á Sauðárkróki en fluttum 20 ára til Reykjavíkur í nám. Á meðan námi okkar stóð, ræddum við oft framtíðina og hvar við vildum búa, þ.e. erlendis, á höfuðborgarsvæðinu eða á Sauðárkróki. Að lokum ákváðum við að hreiðra um okkur í Kópavogi.
Meira

Í lok fyrstu vinnuviku í samkomubanni

Ekki hefur farið fram hjá íbúum Skagafjarðar eða landsins alls að þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt sl. mánudags, þá gekk í gildi samkomubann á Íslandi sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar, eða til 13. apríl kl. 00:01.Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt bann er sett en markmiðið er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem fer nú um heim allan.
Meira

Gvendur loki - Byggðasögumoli

Fáheyrð tíðindi gerðust í Goðdölum árið 1598 sem 11 árum síðar urðu tilefni bréfaskrifta og forboðs frá konungi. Svo segir í Skarðsárannál 1598: ,,Uppgrafinn af Hólamönnum Gvöndur Þorkelsson loki, afstungið höfuðið, síðan brenndur.
Meira

Torskilin bæjarnöfn -Írafell í Svartárdal

Þannig er þetta bæjarnafn alment ritað nú. Landnáma getur bæjarins og er það vitaskuld elzta heimildin. Þar segir þannig frá: „Hrosskell hét maðr, er nam Svartárdal allan ok Ýrarfellslönd öll með ráði Eiríks; hann nam ofan til Gilhaga, ok bjó at Ýrarfelli. Hann átti þræl þann er Roðrekr hét.“ (Landn., bls. 139).
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 8.mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin í Varmahlíðarskóla næstkomandi sunnudag, 8. mars, kl.15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda svokallaða Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Stórsókn í byggðamálum - Guðjón S. Brjánsson skrifar

Hlutskipti landsbyggðarinnar leitar á hugann í daglegu amstri en þar erum við einmitt að skapa verðmæti á hverjum einasta degi úr auðlindum af ýmsu tagi. Náttúrulegar auðlindir í sjó og á landi eru íslensku þjóðinni dýrmætar. Þetta er sameiginleg eign sem hlúa þarf að í almannaþágu. Við eigum að nýta tekjur af auðlindum til að styrkja miklu betur dreifðar byggðar, bæta þjónustu, háhraðanet og samgöngur.
Meira

Um veðurboða - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í morgun leit ég yfir veðurspá næstu viku, sem varla er í frásögu færandi, en fór í kjölfarið að velta fyrir mér hvernig fólk spáði fyrir um veður fyrir tíma veðurfrétta. Eftir umhleypingasamar vikur vitum við hvað það getur verið þægilegt og jafnvel nauðsynlegt að vita á hvaða veðri er von.
Meira

Fáein orð um reiðfatnað :: Kristinn Hugason skrifar

Í þessari grein langar mig til að taka smá sveig í umfjöllun minni um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja ögn að þróun reiðfatnaðar. Ekki ætla ég hér að fara djúpt í efnið eða að hverfa langt aftur í tímann en í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002, er gamla tímanum gerð góð skil og mun ég síðar víkja að því og gera þessu efni frekari skil. Enda er það svo víðfeðmt að ekki verður afgreitt í einni stuttri grein. Núna langar mig hins vegar til að tæpa á fáeinum seinni tíma sögupunktum.
Meira