Aðsent efni

Glanni besti töltarinn – Hestamaðurinn :: Ingimar Jónsson á Flugumýri

Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri, er hestamaður vikunnar á Feyki. Hann er kvæntur Margréti Óladóttur og eiga þau miklu barnaláni að fagna en börn þeirra eru þau Dagur Már f. 1991, Katarína f. 1995, Rakel Eir f. 1999, Jón Hjálmar f. 2003, Matthildur f. 2008 og Árni Þór f. 2015. Foreldrar hans eru þau Jón Ingimarsson frá Flugumýri og Sigríður Valdimarsdóttir frá Sauðárkróki en af þeim tóku þau hjón við búskap á Flugumýri 1998-9. Aðspurður um hrossafjölda segir Ingimar hann vera aðeins meiri en nauðsynlegt getur talist.
Meira

Gamli góði refaturninn - Steinar Skarphéðinsson skrifar

Það hefur trúlega verið um árið 1953 sem þessir atburðir áttu sér stað og það fyrir þann tíma sem sjónvarp, app og alls konar afþreyingartæki, voru höfð til þess að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Börn og unglingar þurftu einfaldlega að hafa ofan af fyrir sér sjálf með alls konar leikjum og að sjálfsögðu fylgdu því allskonar uppátæki.
Meira

Heimahagarnir toga - Áskorandi Pála Rún Pálsdóttir

Sauðárkrókur er lítill og rólegur bær sem ég var svo heppin að fá að alast upp í. Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en þegar ég var á átjánda ári pakkaði ég í tösku og flutti suður. Að flytja frá heimavelli voru mikil viðbrigði fyrir mig en aftur á móti þá hefur borgarlífið einhvern vegin alltaf átt vel við mig. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp úti á landi og eyða barnæsku þar.
Meira

Ferðumst innanhúss um páskana og höldum fjölskylduboðin á netinu

Hin smitandi veirusýking, Covid 19, sem nú gengur yfir hefur haft mikil áhrif á allt mannlíf í Íslandi. Nú hafa um 1600 manns verið greindir með veiruna sem veldur sjúkdómnum, þar af 35 á Norðurlandi vestra. Góðu fréttirnar eru þær að fólk er að ná sér aftur og hafa nú 460 manns náð bata, þar af 16 á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir þessar góðu fréttir verðum við samt áfram að vera á tánum.
Meira

Við lok þriðju viku í samkomubanni

Um síðustu helgi greindust 3 einstaklingar með Covid-19 smit í Skagafirði. Við vonum að viðkomandi líði eftir atvikum vel og fari vel með sig. Strax var gripið til viðeigandi ráðstafana og þegar þetta er ritað hafa ekki fleiri einstaklingar greinst smitaðir á svæðinu. Í Skagafirði eru nú 37 manns í sóttkví.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kollufoss í Miðfirði

Elztu heimildir eru þessar: Í Auðunarbók 1318 og Jónsmáldaga 1360, Kollufoss. Pjetursmáldaga 1394 Kotlufoss. Víðidalstungumáldaga Kollufoss (DI. II. 483, DI. III. 164, 540 og 595), einnig 1394, og úr því ávalt Kollufoss, m. a. Jb. 1696, Á. M. Jarðabók 1703 o.s.frv. Þess ber vel að gæta, að frumritin að máldagabókum biskupanna eru öll glötuð. Elzta afskriftin af þeim öllum er frá árinu 1639, gerð samkvæmt ákvörðun Þorláks biskups Skúlasonar á Hólum. Og 1645 ljet hann taka aðra afskrift af máldögunum.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson. Leikfélag Sauðárkróks mun því aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.
Meira

Öll él birtir upp um síðir - Áskorandinn Guðrún Ó. Steinbjörnsdóttir Vatnsnesi

Þrýstingurinn í loftinu er veðrið inn í mér. Þó ég lækki um eitt millibar, get ég ekkert sagt á ekkert svar. Stormurinn á undan logninu er biðin eftir þér. Nú spáir roki og spáir kvíða, áframhaldandi kuldum víða. Hvenær get ég hætt að skríða og gengið uppréttur.
Meira

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Oft var þörf – nú er nauðsyn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um ástandið þessa dagana og vikurnar. Eins og Víðir segir þá virkar ekkert í samfélagi okkar nú eins og það virkar alla jafna. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það ástand varir. Áhrif þess eru og munu verða víðtæk. Starfsemi fjölmargra, ef ekki allra, fyrirtækja og stofnana er skert eða breytt frá því sem áður var. Það eru því fjölmargir sem búa við óvissu, óöryggi og afkomuáhyggjur.
Meira