Um nýtni og viðgerðir – Byggðasafnspistill :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
26.04.2020
kl. 10.20
Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum.
Meira