Aðsent efni

Um nýtni og viðgerðir – Byggðasafnspistill :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar

Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum.
Meira

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið.
Meira

Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu Blöndulínu 3 - Elín Sigríður Óladóttir skrifar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar.
Meira

Stjórnar hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf - Frá morgni til kvölds Hugi Halldórsson

Króksarann Huga Halldórsson þekkja margir sem Ofur-Huga í skemmtiþáttunum 70 mínútum sem vinsælir voru á Popptíví á árunum 2000 til 2004 en eftir skólaárin á Króknum flutti kappinn suður og býr nú í Garðabæ. Lengi vel rak hann Stórveldið og síðar Heimsveldið sem framleiddi mikið af innlendu sjónvarpsefni en nú einbeitir hann sér að sportþætti sínum á hlaðvarpi, eða podcast, sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Hann er hægt að finna undir nafninu Fantasy Gandalf. Hugi segir okkur frá því hvernig dagurinn líður frá morgni til kvölds.
Meira

Hlustum á Konfúsíus - Áskorandinn Magnús Björnsson frá Hólabaki

Konfúsíus, sá mikli heimspekingur Kínverja, var eitt sinn spurður um það hvað stjórnvöldum bæri að gera eftir að friði og velmegun hefur verið komið á í kjölfar ófriðar- eða óróatíma. Hann svaraði að bragði að mennta ætti þjóðina.
Meira

Börn, íþróttir og ylrækt

Þegar vorar og sól hækkar á lofti verður mörgum tamt að grípa til orðtaksins, að nú sé tími til að rækta garðinn sinn og öll þekkjum við óeiginlega merkingu orðtaksins sem bregður fyrir allan ársins hring. Þegar við göngum í gegnum umrótartíma eins og nú, þá er okkur ofarlega í huga að samfélagið komist um síðir öflugt frá þessum hremmingum, bæði hvað varðar mannlífið og ekki síður hvað innviði samfélagsins snertir, atvinnu- og viðskiptalíf.
Meira

Glanni besti töltarinn – Hestamaðurinn :: Ingimar Jónsson á Flugumýri

Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri, er hestamaður vikunnar á Feyki. Hann er kvæntur Margréti Óladóttur og eiga þau miklu barnaláni að fagna en börn þeirra eru þau Dagur Már f. 1991, Katarína f. 1995, Rakel Eir f. 1999, Jón Hjálmar f. 2003, Matthildur f. 2008 og Árni Þór f. 2015. Foreldrar hans eru þau Jón Ingimarsson frá Flugumýri og Sigríður Valdimarsdóttir frá Sauðárkróki en af þeim tóku þau hjón við búskap á Flugumýri 1998-9. Aðspurður um hrossafjölda segir Ingimar hann vera aðeins meiri en nauðsynlegt getur talist.
Meira

Gamli góði refaturninn - Steinar Skarphéðinsson skrifar

Það hefur trúlega verið um árið 1953 sem þessir atburðir áttu sér stað og það fyrir þann tíma sem sjónvarp, app og alls konar afþreyingartæki, voru höfð til þess að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Börn og unglingar þurftu einfaldlega að hafa ofan af fyrir sér sjálf með alls konar leikjum og að sjálfsögðu fylgdu því allskonar uppátæki.
Meira

Heimahagarnir toga - Áskorandi Pála Rún Pálsdóttir

Sauðárkrókur er lítill og rólegur bær sem ég var svo heppin að fá að alast upp í. Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en þegar ég var á átjánda ári pakkaði ég í tösku og flutti suður. Að flytja frá heimavelli voru mikil viðbrigði fyrir mig en aftur á móti þá hefur borgarlífið einhvern vegin alltaf átt vel við mig. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp úti á landi og eyða barnæsku þar.
Meira

Ferðumst innanhúss um páskana og höldum fjölskylduboðin á netinu

Hin smitandi veirusýking, Covid 19, sem nú gengur yfir hefur haft mikil áhrif á allt mannlíf í Íslandi. Nú hafa um 1600 manns verið greindir með veiruna sem veldur sjúkdómnum, þar af 35 á Norðurlandi vestra. Góðu fréttirnar eru þær að fólk er að ná sér aftur og hafa nú 460 manns náð bata, þar af 16 á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir þessar góðu fréttir verðum við samt áfram að vera á tánum.
Meira