Það er allt svo gott fyrir norðan:: Áskorandapenninn Guðrún Hulda Pálmadóttir, brottfluttur Hofsósingur
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
16.08.2020
kl. 09.10
„Það er allt svo gott fyrir norðan,“ þetta er það sem ég hef sagt börnunum mínum á hverjum degi, oft á dag alveg frá því þau fæddust. Þessu hef ég líka tönglast á við vini mína og vinnufélaga í hvert sinn sem eitthvað norðlenskt ber á góma, miklu oftar en þeir kæra sig um. Auðvitað á ekki að þurfa að taka það fram að allt sé gott fyrir norðan, en því miður þá eru ekki allir búnir að átta sig á því enn.
Meira