Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
16.11.2020
kl. 14.58
Jónas Hallgrímsson unni landi, þjóð og tungu. Hann helgaði sig þjónustu við þetta þrennt og gaf þjóð sinni að njóta. Íslensk þjóð á Jónasi því ærið margt að þakka. Það koma ekki margir slíkir snillingar fram á hverri öld. Segja má að Jónas hafi átt ótrúlegu láni að fagna í lífinu þrátt fyrir sára fátækt alla tíð. Hann lifði á tímum mikilla breytinga og framfara þar sem sýn manna á heiminn tók miklum breytingum. Ef til vill á tíma í líkingu við tímana sem menn upplifa núna þegar þeir ganga inn í þriðja áratuginn á nýrri öld inn í framtíð sem enn er óráðin en boðar miklar breytingar. Þetta er tími nú eins og þá sem kallar á árvekni manna í breyttum heimi og hugmyndaauðgi.
Meira