Aðsent efni

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Jónas Hallgrímsson unni landi, þjóð og tungu. Hann helgaði sig þjónustu við þetta þrennt og gaf þjóð sinni að njóta. Íslensk þjóð á Jónasi því ærið margt að þakka. Það koma ekki margir slíkir snillingar fram á hverri öld. Segja má að Jónas hafi átt ótrúlegu láni að fagna í lífinu þrátt fyrir sára fátækt alla tíð. Hann lifði á tímum mikilla breytinga og framfara þar sem sýn manna á heiminn tók miklum breytingum. Ef til vill á tíma í líkingu við tímana sem menn upplifa núna þegar þeir ganga inn í þriðja áratuginn á nýrri öld inn í framtíð sem enn er óráðin en boðar miklar breytingar. Þetta er tími nú eins og þá sem kallar á árvekni manna í breyttum heimi og hugmyndaauðgi.
Meira

Í öllum breytingum felast möguleikar og tækifæri :: Áskorandapenninn, Sigurður Hólmar Kristinsson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eru orð sem eiga vel við á þessari stundu. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að vera í þeim sporum að sitja og rembast við að koma á blað nokkrum orðum til birtingar í fjölmiðli. Þann heiður á ég að þakka Pétri Björnssyni, fyrrverandi stórvini mínum.
Meira

Orðinn meiri útivera - Nýliðar í golfi - Margeir Friðriksson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og hefur Feykir birt viðtöl í nokkrum blöðum. Hér er komið að síðasta þætti, í bili að minnsta kosti.
Meira

Meistaradeildarsæti væri mjög sexy - Liðið mitt Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Eysteinn Ívar Guðbrandsson er mörgum kunnur þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur margoft stigið á svið með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikhópi NFNV. Þá hefur hann getið sér góðs orðs í lýsingum leikja Tindastóls TV, bæði í fót- og körfubolta. Eysteinn er ekki alveg ókunnur Feyki því hann vann sem afleysingablaðamaður sumarið 2019 en í sumar vann hann í Sumartím en sem stendur er hann nemi við FNV ásamt því að starfa í Húsi frítímans.
Meira

Að fullorðnast - Áskorandinn Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Vestur Hún.

Ég held ég hafi ekki verið há í loftinu þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað fælist í því að fullorðnast, hvenær maður geti talist fullorðinn og hverju það myndi breyta. Satt að segja hafði ég óttablandnar áhyggjur vegna þess sem væri í vændum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn Páfastaðir á Langholti

Þetta nafn finst í stofnskrá Reynistaðarklausturs, sem talin er frá árinu 1295. Er skráin sögð að vera næstelzt af íslenzkum frumbrjefum (Reykholtsmáldagi elzt). Er þetta þá líklega elzta heimildin um Páfastaðanafnið. Meðal þeirra jarða, sem Jörundur biskup Þorsteinsson leggur til klaustursins „á Stað í Reynisnesi“ standa Pauastaðir. Telja má víst, að nafnið sje misritað í skránni, sem ýms önnur bæjanöfn, því aðeins 20 árum síðar, eða árið 1315, er afnið ritað Pafastaðir í staðfestingarbrjefi Auðuns biskups um stofnun klaustursins (Dipl. Ísl. II. b., bls. 301 og 398). Rúmri öld síðar, eða 1446, í „Reikningi Reynistaðarklausturs“, eru klausturjarðirnar taldar, þar á meðal Pafvestaðir.
Meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira

Loksins ný jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar?

Nú er í umræðunni nýr vegur og jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar og hefur stór hópur fólks sent Alþingi áskorun um að koma þeim göngum fyrir á samgönguáætlun næstu ára. Það er virkilega gott og vonandi að málið fái jákvæða niðurstöðu og endi með góðum jarðgöngum og leysi þar með af veginn um Almenninga sem öllum er ljóst, a.m.k. þeim sem um hann fara reglulega, að hann er löngu kominn framyfir síðasta notkunardag. Reyndar stórhættulegur ef öllu er haldið til haga.
Meira

Upphaf íþróttakeppna - Kristinn Hugason skrifar

Á síðustu misserum hafa birst reglulega hér í Feyki greinar frá Sögusetri íslenska hestsins um hvaðeina sögulegt sem snertir hesta og hestamennsku. Greinar þessar eru jafnframt birtar í vefútgáfu Feykis og eru aðgengilegar á heimasíðu SÍH, undir linknum: http://www.sogusetur.is/is/fraedsla/greinar-forstodumanns-i-feyki Sérstök áhersla hefur verið lögð á að varpa ljósi á ýmislegt sem snertir þróun hestamennskunnar og þá hvað helst sýninga og keppna á hestum.
Meira

RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin

Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira