Aðsent efni

Eru skjalamálin í lagi?

Nú standa sveitarfélög frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvort þau ætli að fara út í rafræna skjalavörslu eða ekki. En hvað er rafræn skjalavarsla? Stjórnun og þekking er grunnurinn Ennþá er val milli pappírs- og rafrænnar skjalavörslu hjá sveitarfélögum, en ekki vitað hversu lengi það varir. Ýmsir kostir og gallar fylgja hvoru kerfi fyrir sig, en ljóst er að framtíðin verður meira eða minna rafræn.
Meira

Óréttlæti og framfarir

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2021 er að finna löngu tímabær tíðindi. Við breytingar á lögum um málefni raforku árin 2003 og 2005 voru m.a. gerðar grundvallarbreytingar á forsendum fyrir gjaldskrá á dreifingu raforku. Aðskilnaður orkusölu og flutnings var grundvallarmál þeirra breytinga. Ekki ætla ég frekar að fjalla hér um orkusöluna.
Meira

Ljós og hiti á landsbyggðinni

Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi.
Meira

Áskorun að læra eitthvað nýtt - Nýliðar í golfi - Helgi Freyr Margeirsson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Helgi Freyr Margeirsson ríður á vaðið en hann er þekktur úr körfunni fyrir að raða niður þristum. Því biðu kylfingar spenntir eftir að sjá hvort framhald yrði á þristaröðinni. Helgi hlær að þessu en útilokar ekki að þristunum fjölgi en hann segist hafa spilað töluvert í sumar.
Meira

Hringrás sögunnar - Ágúst Ingi Ágústsson skrifar

Í aðdraganda komandi keppnistímabils í Dominos deild karla í körfubolta hafa félagsskipti sterkra leikmanna milli tveggja Reykjavíkurliða verið áberandi. Misjöfn fjárhagsstaða félaganna er víst ástæða þessara félagsskipta. Umræðan verður oft óvægin þegar peningar og íþróttir eru annars vegar og stór orð látin falla.
Meira

Landsmótið 1970; aldarandi, aðstæður og harmleikurinn á Þingvöllum - Kristinn Hugason skrifar

Það er með ólíkindum hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Það er því ekki úr vegi að draga hér upp mynd af því við hvaða aðstæður landsmótið 1970 fór fram. Tíðarfar var slæmt, árin 1965 til 1971 voru samfelld hafísár. Stórerfiðleikar voru í efnahagsmálunum, verð á sjávarafurðum hríðféll á mörkuðum, auk þess sem síldveiðar drógust saman og brugðust algerlega frá 1968. Þessu samfara riðu gengisfellingar yfir með tilheyrandi verðbólgu, þó sá eldur væri ekki mikill þá miðað við það sem átti eftir að verða. Í landinu var þó stjórnmálalegur stöðugleiki; viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sat frá 1959 til 1971.
Meira

Eigið húsnæði fyrir tekjulága

Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur

Það var stór dagur í skagfirskri knattspyrnusögu í gær þegar Stólastúlkur öttu kappi við Völsung í Lengjudeild kvenna og höfðu þar bæði sigur og farmiða í efstu deild. Það er sannarlega gaman að sjá þegar íþróttamenn sem hafa lagt hart að sér bæði sem einstaklingar og heild, uppskera sem þeir sá. Og það gerðu stelpurnar okkar svo sannarlega í gær með þessu afreki. Þvílíkar fyrirmyndir!
Meira

Stuttbuxnagöngur í Deildardal - Hjalti Þórðarson skrifar

Göngur eru skemmtilegur hluti sveitastarfa og árið 2010 voru verulega eftirminnilegar göngur sem hægt er með góðu móti að kalla hitagöngurnar miklu. Þessar línur voru páraðar á blað í minnispunktum um Meira og minna sannar gangnasögur.
Meira

Árin mín þrjú í Skagafirði :: Áskorendapenninn Rúnar Gíslason Skagafirði

Fyrir þremur árum flutti ég norður til að prófa fyrir mér lögreglustarf hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Sem sumarstarfsmaður árið 2017 dvaldi ég ýmist hjá ömmu og afa í Hofsós eða í íbúð Stínu frænku á Sauðárkróki og líkaði dvölin vel sem og starfið. Mér líkaði starfið í raun það vel að ég ílengdist á Sauðárkróki alveg fram til maí síðastliðinn þegar ég flutti heim aftur.
Meira