Aðsent efni

Heima - Áskorandi Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir Blönduósi

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir áskorunina. Nú þegar ég er að flytja aftur heim á Blönduós fór ég að velta því fyrir mér, hvað er það sem dregur mann aftur „heim“? Þá kom upp í hugann texti Ólafs Ragnarssonar og Huldu Ragnarsdóttur „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað“.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skörðugil á Langholti

Bæirnir eru tveir: Ytra-og Syðra-Skörðugil. Hvor bærinn stendur við gil, en skörð eru engin þar í nánd. Í jarðaskrá Reynistaðarklausturs, ársett 1446, er ritað Skarðagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 701); er svo að sjá, sem þá hafi bærinn verið aðeins einn. Og í kúgildaskrá Hólastóls, árið 1449, er bærinn líka nefndur Skardagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 35).
Meira

Um heilsuöryggi kvenna

Fyrrum nemandi minn, nú fjögurra barna móðir í Bolungarvík, fór á dögunum til kvensjúkdómalæknis. Hún lýsti einkennum fyrir lækninum og læknirinn tók leghálssýni, sagði henni síðan að samkvæmt lýsingunum gæti verið um frumuvöxt eða krabbamein að ræða en nú tæki við 8-10 vikna bið eftir niðurstöðum greiningar á sýninu.
Meira

Á forsendum byggðanna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní næstkomandi þar sem ég gef kost á mér í 2. sæti listans. Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem 1. varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar.
Meira

Ný velferðarstefna fyrir aldraða

Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum.
Meira

Reiðkennsla eflist – réttindi verða til - Kristinn Hugason skrifar

Lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Meira

Sama orð, mismunandi skilningur - Áskorandi Anna Elísabet Sæmundsdóttir

Það var mikil lífsreynsla þegar ég fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1984 þá 17 ára gömul og margt sem var öðruvísi en ég átti að venjast. Ég lenti hjá yndislegu fólki og gekk sambúðin alveg ágætlega fyrir sig þrátt fyrir einhverja árekstra sem eðlilegt er en þegar fólk opnar heimili sitt fyrir skiptinema þá þarf skiptineminn að beygja sig undir reglur á nýja heimilinu.
Meira

Nándin - Áskorandapenni Sofia B. Krantz, sálfræðingur og bóndi í Víðidalstungu 2

Ég þakka Sigríði Ólafsdótt Hvað er nánd? Guðbrandur Árni Ísberg gaf út bókin „Í nándinni – Innlifun og umhyggja“ árið 2013. Nánd má lýsa sem taugafræðilegt, lífeðlislegt og tilfinningalegt ástand, þar sem við getum verið við sjálf, sagt það sem okkur raunverulega finnst og gert það sem okkur raunverulega langar að gera. Eins og við öll vitum þá er það ekki alltaf sjálfsagt, einfalt mál. Hvað þarf til þess? Hvað getur staðið í vegi?ur kærlega fyrir áskorunina og tek undir með henni. Samfélagið okkar er virkilega magnað. Ég er fullviss um að nándin skiptir hér miklu máli.
Meira

Framtíð Norðvesturkjördæmis

Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum – sama hvaða nafni þeir nefnast þarf að huga að fjölbreytni. Það þarf fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fjölbreytt fólk með ólíkan bakgrunn. Við viljum öll helst búa í einhvers konar Kardemommubæ þar sem bakarinn bakar brauð og skóarinn smíðar skó.
Meira

Saman getum við byggt upp – saman getum við gert gott samfélag betra

Nafn: Þóra Margrét Lúthersdóttir Aldur: 39 ára Heimili: Forsæludalur Fæðingarstaður: Reykjavík, 1sta febrúar 1982 Staða: Sauðfjár- og skógarbóndi Sæti á lista VG: 2-3 sæti
Meira