Aðsent efni

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira

Kennsla í hestamennsku

Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri.
Meira

Gatan heitir Laugarvegur því þarna var ein laug

Undanfarna daga hefur gatan sem ég ólst upp í verið mikið til umræðu, ekki af góðu þó, aurskriða féll á tvö hús í henni og þurfti að rýma þau. Gatan sem ég ólst upp í og hefur verið til umfjöllunar er Laugarvegur í Varmahlíð. Já takið eftir, hún heitir Laugarvegur því þarna var ein laug, ekki margar og því heitir gatan ekki Laugavegur.
Meira

Áshús og fyrirhugaðar breytingar í Áskaffi - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Breytingar eru í uppsiglingu hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en Auður Herdís Sigurðardóttir, sem rekið hefur Áskaffi á safnssvæðinu í Glaumbæ um árabil, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum.
Meira

Samstaða og öflug viðspyrna á árinu 2020

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 var samþykktur í sveitarstjórn 19. maí sl. Árið var sem kunnugt er um margt sérstakt vegna mikilla áhrifa Covid-19 veirunnar á starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmenn sýndu að hagsmunir skagfirsks samfélags ganga ávallt framar meiningarmun um einstök pólitísk álitaefni og stóðu þétt saman um öfluga viðspyrnu til að draga úr þeim áhrifum sem afleiðingar Covid-19 hafa haft á skagfirskt samfélag.
Meira

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Tíminn flýgur - Áskorandinn Magdalena Berglind Björnsdóttir Blönduósi

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. Þessar línur Megasar fljúga stundum um huga minn þegar mér finnst tíminn hlaupa óþarflega hratt frá mér. Já, stundum hreinlega fljúga frá mér. En einhvers staðar stendur að það þýði að manni leiðist ekki - og það get ég alveg tekið undir. Ég held að mér leiðist afar sjaldan.
Meira

Á forsendum byggðanna

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga þarf stöðuga umönnun

Vinna við endurheimt Brimnesskóga hefur staðið yfir frá árinu 1995 en í því verkefni hafa eingöngu verið notaðar trjátegundir, einkum birki og reynir, sem vaxið hafa í Skagafirði frá ómunatíð. Á heimasíðu verkefnisins steinn.is/brimnesskogar kemur fram að birki, ættað úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal, hafi verið kynbætt og fræ af því notað til ræktunar. Landið sem Brimnesskógar hefur til afnota er um 23 ha, við ána Kolku skammt frá Kolkuósi og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Eiga eftir að slefa inn í meistaradeild - Liðið mitt Baldur Þór Ragnarsson

Baldur Þór Ragnarsson hefur staðið í ströngu í vetur sem þjálfari Domino´s liðs Tindastóls í körfubolta en leiktíðin hefur verið ansi snúin á marga vegu. Covid hefur sett nokkur strik í reikninginn og gengi liðsins að margra mati ekki nógu gott. Komst liðið þó í úrslitakeppnina og fékk þann andstæðing sem enginn vildi mæta í fyrstu rimmu þeirrar keppni, deildarmeisturum Keflavíkur. Þrátt fyrir góða baráttu Stólanna náðu þeir ekki að vinna leik og eru því komnir í sumarfrí en vissulega var möguleikinn alltaf fyrir hendi. Skorað var á Baldur að svara spurningum í Liðinu mínu og lét hann til leiðast þrátt fyrir annasama daga undanfarið.
Meira