Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Aðsendar greinar
04.07.2021
kl. 12.49
Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira