Aðsent efni

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Tíminn flýgur - Áskorandinn Magdalena Berglind Björnsdóttir Blönduósi

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. Þessar línur Megasar fljúga stundum um huga minn þegar mér finnst tíminn hlaupa óþarflega hratt frá mér. Já, stundum hreinlega fljúga frá mér. En einhvers staðar stendur að það þýði að manni leiðist ekki - og það get ég alveg tekið undir. Ég held að mér leiðist afar sjaldan.
Meira

Á forsendum byggðanna

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga þarf stöðuga umönnun

Vinna við endurheimt Brimnesskóga hefur staðið yfir frá árinu 1995 en í því verkefni hafa eingöngu verið notaðar trjátegundir, einkum birki og reynir, sem vaxið hafa í Skagafirði frá ómunatíð. Á heimasíðu verkefnisins steinn.is/brimnesskogar kemur fram að birki, ættað úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal, hafi verið kynbætt og fræ af því notað til ræktunar. Landið sem Brimnesskógar hefur til afnota er um 23 ha, við ána Kolku skammt frá Kolkuósi og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Eiga eftir að slefa inn í meistaradeild - Liðið mitt Baldur Þór Ragnarsson

Baldur Þór Ragnarsson hefur staðið í ströngu í vetur sem þjálfari Domino´s liðs Tindastóls í körfubolta en leiktíðin hefur verið ansi snúin á marga vegu. Covid hefur sett nokkur strik í reikninginn og gengi liðsins að margra mati ekki nógu gott. Komst liðið þó í úrslitakeppnina og fékk þann andstæðing sem enginn vildi mæta í fyrstu rimmu þeirrar keppni, deildarmeisturum Keflavíkur. Þrátt fyrir góða baráttu Stólanna náðu þeir ekki að vinna leik og eru því komnir í sumarfrí en vissulega var möguleikinn alltaf fyrir hendi. Skorað var á Baldur að svara spurningum í Liðinu mínu og lét hann til leiðast þrátt fyrir annasama daga undanfarið.
Meira

Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).
Meira

Haraldur Benediktsson – endurnýjað traust

Leiðinlegasti þátturinn í stjórnmálastarfi að mínu mati er keppni milli samherja og vina um sæti á framboðslista og þá sérstaklega prófkjör. Jafn nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta verið draga þau oft fram neikvæðustu hliðar stjórnmálanna.
Meira

Skólabílinn úr malardrullunni

Um 1.800 börn og ungmenni víða um landið sækja grunnskóla í sínu sveitarfélagi með skólaakstri, hvern skóladag, allt skólaárið. Vegalengdirnar eru mismunandi og vegirnir misgóðir. Á sumum leiðum er fyrir fjölda barna um tugi kílómetra að fara hvora leið og víða skrölt á holóttum malarvegum yfir rysjótta vetrarmánuði.
Meira

Hvernig viljum við sjá framtíð landbúnaðar?

Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi.
Meira

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira