Aðsent efni

Um útskurð og Stefán askasmið - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Segja má að einfaldleiki hafi oft einkennt híbýli fyrri alda hérlendis. Helstu byggingarefni húsa voru torf, grjót og timbur, baðstofur voru timburklæddar á betri heimilum en síður á þeim fátækari. Veggir voru ekki málaðir nema á bestu bæjum lengi vel, en víðar voru til máluð húsgögn.
Meira

Bjarni Jónsson sækist eftir 1. sæti í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég gef kost á mér til að leiða framboðslista VG í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í 1. sæti og óska eftir stuðningi til þess í forvali hreyfingarinnar sem framundan er. Ég tel mig hafa víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum landsbyggðarinnar og vil gjarna beita kröftum mínum í þágu kjördæmisins.
Meira

Gunnar Rúnar Kristjánsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ágætu félagar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi. Nafn mitt er Gunnar Rúnar og ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er fæddur og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarnesinu en lengst af búið utan höfuðborgarsvæðisins m.a. í Danmörku, Hvanneyri og Selfossi. Frá 1997 hef ég búið á Akri í Húnavatnshreppi. Ég er giftur Jóhönnu Erlu Pálmadóttur og eigum við tvö uppkomin börn. Ég er menntaður í búvísindum frá landbúnaðarháskólanum í Danmörku. Auk þess hef ég verið í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu í HÍ og á ritgerðina eftir. Við höfum rekið lítið sauðfjárbú á Akri en auk þess starfa ég hjá Rarik á Blönduósi.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Valgarður Lyngdal Jónsson, er grunnskólakennari á Akranesi og forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Ég býð mig fram í fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2021. Eiginkona mín er Íris Guðrún Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri og eigum við þrjú börn og einn dótturson.
Meira

Sigurður Orri Kristjánsson býður sig fram á lista Samfylkingar

Ég, Sigurður Orri Kristjánsson, býð mig fram í 1. – 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021. Ég var í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar til Alþingis árið 2017.
Meira

Fúin viðhorf frambjóðandans

Það eru fúin verkfærin sem Teitur Björn Einarsson reynir að handleika í grein sinni í Feyki á dögunum. Upp úr töskunni tínist eitt og annað gamalkunnugt s.s. slagorðin um aðför að landsbyggðinni, niðurrif, skattaáráttu og vanþekkingu á lögmálum í greininni. Allt er þetta harla aumkunarvert og hittir Teit og kumpána hans í Sjálfstæðisflokknum illilegast fyrir sjálfa.
Meira

Kæri kjósandi í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Björn Guðmundsson og er 64 ára gamall húsasmiður, búsettur á Akranesi en fæddur í Miðfirði við Húnaflóa. Ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Samfélagið okkar :: Áskorendapenninn Sigríður Ólafsdóttir Víðidalstungu

Í upphafi langar mig til að þakka kærlega fyrir áskorunina, ég er nefnilega þeim hæfileika gædd að vera aldrei andlausari í skrifum en þegar skorað er á mig að skrifa eitthvað, hæfileiki sem væri nú líklega sérstakt rannsóknarefni en það er annað mál.
Meira

Ég gef kost á mér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð-vestur kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Ég heiti Gylfi Þór Gíslason f. 8. Apríl 1963 í Reykjavík. Ég er lögregluvarðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjöðum. Foreldrar: Gísli Jón Ólafsson, f. 1931 d. 2000 frá Ísafirði og Margrét Berndsen, f. 1927 d. 1986 frá Reykjavík. Ég hef búið á Ísafirð frá 1997. Kona mín heitir Sóley Veturliðadóttir og er dóttir Sveinfríðar Hávarðardóttur frá Bolungarvík og Veturliða G. Veturliðasonar frá Ísafirði. Við Sóley eigum tvö börn, Veturliða Snæ f. 1998 og Margréti Ingu f. 2001. Fyrir átti ég dótturina Elsu Rut f. 1989.
Meira

Átt þú von á barni ? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Meira