Aðsent efni

Æðri máttur - Áskorandi Marta Karen Vilbergsdóttir Blönduósi

Í nútímasamfélagi hafa trúarmynstur breyst. Hægt er að trúa á hvað sem er eða ekki neitt. Mig langar að skrifa nokkur orð um æðri mátt og hvað hann hefur gert fyrir mig. Það skemmtilega við æðri mátt er að hann getur verið hvað sem er. Æðri máttur getur verið Jesú, hafið, kærleikurinn, eitthvað sem þú getur ekki skilgreint og allt þar á milli. Spurningin er bara hvað hentar okkur sjálfum og svo að leyfa öðrum að finna það sem hentar þeim.
Meira

„Grípum tækifærin verkin tala“

Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Ég býð mig áfram fram til forystu í 1. sæti í forvali VG sem nú stendur yfir í Norðvesturkjördæmi til að fylgja fast eftir hagsmunabaráttu þessa landshluta til sjávar og sveita. Það er nauðsynlegt að skapa áfram þann jarðveg að ungt fólk leiti eftir búsetu út um land og stuðli þannig að vexti og viðgangi landshlutans.
Meira

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Sneis í Laxdádal

Allar heimildir, eldri og yngri, hafa nafnið óbreytt með öllu: Sneis (sjá m.a. DI. III., bls.448, frumskrift á skinni, gerð 1470, en brjefið er frá árinu 1390. Jarðabækur allar: Sneis) og ná þær frá árinu 1390. Samnefni eru engin til svo jeg viti, að undanteknu örnefninu Sneisargil í Dalasýslu (DI. III. 729. Gamalt landamerki fyrir Sælingsdalstungu).
Meira

Ljósið við enda ganganna - Áskorendapenninn Björn Jóhann Björnsson brottfluttur Skagfirðingur

Tveggja metra regla, sóttkví, heimkomusóttkví, samkomubann, sóttvarnahólf, Zoom, landamærasmit, innanlandssmit, andlitsgrímur, farsóttarhús, farsóttarþreyta, þríeykið, Björn Ingi á Viljanum.
Meira

Fávitar og framúrskarandi hugsuðir - Leiðari Feykis

Það er kominn þriðjudagur, fyrsti vinnudagur eftir páskahelgi. Ég sit fyrir framan tölvuna og klóra mér í höfðinu yfir því um hvað ég ætti nú að skrifa. Ýmislegt hefur gerst á fáum dögum eins og afnám nauðungarvistunar á sóttvarnarhóteli, ný gossprunga á Reykjanesinu og fleiri og fleiri munstra sig í Fávitavarpið, en svo kallast Facebookhópur sem safnar „skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft,“ eins og segir í lýsingu hópsins. „Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum,“ segir jafnfram þar.
Meira

Sauðárkrókur 150 ára - Fyrstu árin undir Nöfum

Á þessu ári eru 150 ár síðan Árni Einar Árnason, járnsmiður (klénsmiður), fékk leiguland hjá Einari Jónssyni, bónda og hreppsstjóra á Sauðá, til að koma sér upp þurrabúð undir Nöfum. Settist hann þar að og varð þar með fyrsti ábúandi Sauðárkróks árið 1871. Upphaflega ætlaði Árni að helga sig iðn sinni en fljótlega tók greiðasala yfir þar sem gestir voru tíðir í kaupstaðinn. Fólki fjölgaði hratt og töldust íbúar yfir 500 um aldamótin 1900.
Meira

Evrópumeistaramótin verða að heimsmeistaramótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað um fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi 1978 en er þar var komið sögu hafði verið stofnuð íþróttadeild innan Fáks árið 1976 og Íþróttaráð LH sett á laggirnar ári síðar, 1977, en það stóð að mótinu ásamt hestamannafélaginu Sleipni. Íþróttadeild Fáks fékk inngöngu ÍBR árið 1984 og Íþróttaráð LH fékk stöðu sérsambands innan ÍSÍ árið 1987.
Meira

Tækifærin í kófinu - Leiðari 13. tbl. Feykis

Það er óhætt að segja að vonbrigði ársins hafi átt sér stað í síðustu viku þegar ríkisstjórn Íslands tilkynnti hertar aðgerðir í sóttvarnamálum þjóðarinnar. Ég sá einhvers staðar að andvarp landsmanna hafi greinst á jarðskjálftamælum, svo djúpt var það. Ég var reyndar bara feginn þá þarf ég ekki að hitta fólk.
Meira

Heim að Hólum

Nú fyrsta apríl eru 40 ár síðan ég var skipaður skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Við Ingibjörg – ásamt börnum okkar fluttum frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi Heim á Hólastað þá um sumarið. Reglubundið skólahald hafði þá legið niðri við Bændaskólann um tveggja ára skeið og framtíð Hóla mjög í óvissu.
Meira